Erlent

Árásum Ísraela mótmælt í Líbanon og Egyptalandi

Frá Gaza-ströndinni í dag. Á þriðja hundrað Palestínumanna eru látnir.
Frá Gaza-ströndinni í dag. Á þriðja hundrað Palestínumanna eru látnir. MYND/Getty Images

Gífurleg reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í dag. Árásunum var meðal annars mótmælt í Líbanon og Egyptalandi. Arababandalagið krafðist þess í dag að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú þegar kallað saman til að taka á málinu.

Ísraelsher hóf í morgun röð loftárása á Gaza-ströndina sem svar Ísraelsstjórnar við sprengjuárásum Hamasliða á ísraelskt landsvæði eftir að vopnahlé þessara aðila rann út í sandinn 19. desember. Á þriðja hundrað Palestínumanna hafa fallið og á fjórða hundrað hafa særst. Árásirnar eru þær mannskæðustu á Gaza í manna minnum.

Mótmælendur komu saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag og hrópuðu slagorð gegn Ísrael. Í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, komu nokkur þúsund manns saman og mótmæltu loftárásunum. Mótmælin voru skipulögð af róttækum samtökum, Bræðralagi múslima. Reiði og gagnrýni mótmælanda í Kaíró beindist meðal annars að Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands, en hann fundaði með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, fyrir fáeinum dögum.








Tengdar fréttir

120 látnir eftir loftárásir Ísraela

Rúmlega 120 Palestínumenn eru látnir og yfir 200 særðir eftir að Ísraelar hófu röð loftárása á Gaza-ströndina í morgun. Tugum flugskeyta hefur verið skotið á skotmörk á svæðinu, þar á meðal lögreglustöð. Gaza-svæðið hefur verið á yfirráðasvæði Hamas-samtakanna frá í júní 2007.

Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, telur að Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela á Gazasvæðinu. Tala fallinna í loftárásum Ísraelshers á Gaza í dag fer stighækkandi og nú er talið að um tvö hundruð manns hafi fallið og á fjórða hundrað manns hafi særst.

Egyptar fordæma loftárásir Ísraela - 155 látnir

Stjórnvöld í Kaíró fordæma loftárásir Ísraela í harðorði yfirlýsingu sem ríkisfréttastöðin Mena birti fyrir stundu. Egyptar telja að Ísraelar beri fulla ábyrgð á dauða yfir 155 Palestínumanna á Gaza-svæðinu í morgun.

Ingibjörg gagnrýnir Ísraela vegna loftárása á Gaza

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisràðherra, telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi. Þó að Ísrael standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um ad segja sig frá vopnahléi sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast, segir Ingibjörg í yfirlýsingu vegna atburða dagsins.

Fjöldamorð framin til að uppræta Hamas - 195 látnir

Ísraelar fremja fjöldamorð á Palastínumönnum á Gaza-svæðinu til að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, að mati Sveins Rúnars Haukssonar formanns félagsins Ísland-Palestína. Hann segir að árásin í morgun hafi verið yfirvofandi um nokkurt skeið. Það styttist í þingkosningar í Ísrael og frambjóðendur keppast við að lýsa því yfir að þeir vilji eyða Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×