Árásum Ísraela mótmælt í Líbanon og Egyptalandi 27. desember 2008 21:15 Frá Gaza-ströndinni í dag. Á þriðja hundrað Palestínumanna eru látnir. MYND/Getty Images Gífurleg reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í dag. Árásunum var meðal annars mótmælt í Líbanon og Egyptalandi. Arababandalagið krafðist þess í dag að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú þegar kallað saman til að taka á málinu. Ísraelsher hóf í morgun röð loftárása á Gaza-ströndina sem svar Ísraelsstjórnar við sprengjuárásum Hamasliða á ísraelskt landsvæði eftir að vopnahlé þessara aðila rann út í sandinn 19. desember. Á þriðja hundrað Palestínumanna hafa fallið og á fjórða hundrað hafa særst. Árásirnar eru þær mannskæðustu á Gaza í manna minnum. Mótmælendur komu saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag og hrópuðu slagorð gegn Ísrael. Í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, komu nokkur þúsund manns saman og mótmæltu loftárásunum. Mótmælin voru skipulögð af róttækum samtökum, Bræðralagi múslima. Reiði og gagnrýni mótmælanda í Kaíró beindist meðal annars að Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands, en hann fundaði með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, fyrir fáeinum dögum. Tengdar fréttir 120 látnir eftir loftárásir Ísraela Rúmlega 120 Palestínumenn eru látnir og yfir 200 særðir eftir að Ísraelar hófu röð loftárása á Gaza-ströndina í morgun. Tugum flugskeyta hefur verið skotið á skotmörk á svæðinu, þar á meðal lögreglustöð. Gaza-svæðið hefur verið á yfirráðasvæði Hamas-samtakanna frá í júní 2007. 27. desember 2008 10:47 Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, telur að Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela á Gazasvæðinu. Tala fallinna í loftárásum Ísraelshers á Gaza í dag fer stighækkandi og nú er talið að um tvö hundruð manns hafi fallið og á fjórða hundrað manns hafi særst. 27. desember 2008 17:08 Egyptar fordæma loftárásir Ísraela - 155 látnir Stjórnvöld í Kaíró fordæma loftárásir Ísraela í harðorði yfirlýsingu sem ríkisfréttastöðin Mena birti fyrir stundu. Egyptar telja að Ísraelar beri fulla ábyrgð á dauða yfir 155 Palestínumanna á Gaza-svæðinu í morgun. 27. desember 2008 13:18 Ingibjörg gagnrýnir Ísraela vegna loftárása á Gaza Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisràðherra, telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi. Þó að Ísrael standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um ad segja sig frá vopnahléi sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast, segir Ingibjörg í yfirlýsingu vegna atburða dagsins. 27. desember 2008 18:01 Fjöldamorð framin til að uppræta Hamas - 195 látnir Ísraelar fremja fjöldamorð á Palastínumönnum á Gaza-svæðinu til að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, að mati Sveins Rúnars Haukssonar formanns félagsins Ísland-Palestína. Hann segir að árásin í morgun hafi verið yfirvofandi um nokkurt skeið. Það styttist í þingkosningar í Ísrael og frambjóðendur keppast við að lýsa því yfir að þeir vilji eyða Hamas. 27. desember 2008 15:30 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Gífurleg reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í dag. Árásunum var meðal annars mótmælt í Líbanon og Egyptalandi. Arababandalagið krafðist þess í dag að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú þegar kallað saman til að taka á málinu. Ísraelsher hóf í morgun röð loftárása á Gaza-ströndina sem svar Ísraelsstjórnar við sprengjuárásum Hamasliða á ísraelskt landsvæði eftir að vopnahlé þessara aðila rann út í sandinn 19. desember. Á þriðja hundrað Palestínumanna hafa fallið og á fjórða hundrað hafa særst. Árásirnar eru þær mannskæðustu á Gaza í manna minnum. Mótmælendur komu saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag og hrópuðu slagorð gegn Ísrael. Í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, komu nokkur þúsund manns saman og mótmæltu loftárásunum. Mótmælin voru skipulögð af róttækum samtökum, Bræðralagi múslima. Reiði og gagnrýni mótmælanda í Kaíró beindist meðal annars að Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands, en hann fundaði með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, fyrir fáeinum dögum.
Tengdar fréttir 120 látnir eftir loftárásir Ísraela Rúmlega 120 Palestínumenn eru látnir og yfir 200 særðir eftir að Ísraelar hófu röð loftárása á Gaza-ströndina í morgun. Tugum flugskeyta hefur verið skotið á skotmörk á svæðinu, þar á meðal lögreglustöð. Gaza-svæðið hefur verið á yfirráðasvæði Hamas-samtakanna frá í júní 2007. 27. desember 2008 10:47 Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, telur að Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela á Gazasvæðinu. Tala fallinna í loftárásum Ísraelshers á Gaza í dag fer stighækkandi og nú er talið að um tvö hundruð manns hafi fallið og á fjórða hundrað manns hafi særst. 27. desember 2008 17:08 Egyptar fordæma loftárásir Ísraela - 155 látnir Stjórnvöld í Kaíró fordæma loftárásir Ísraela í harðorði yfirlýsingu sem ríkisfréttastöðin Mena birti fyrir stundu. Egyptar telja að Ísraelar beri fulla ábyrgð á dauða yfir 155 Palestínumanna á Gaza-svæðinu í morgun. 27. desember 2008 13:18 Ingibjörg gagnrýnir Ísraela vegna loftárása á Gaza Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisràðherra, telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi. Þó að Ísrael standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um ad segja sig frá vopnahléi sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast, segir Ingibjörg í yfirlýsingu vegna atburða dagsins. 27. desember 2008 18:01 Fjöldamorð framin til að uppræta Hamas - 195 látnir Ísraelar fremja fjöldamorð á Palastínumönnum á Gaza-svæðinu til að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, að mati Sveins Rúnars Haukssonar formanns félagsins Ísland-Palestína. Hann segir að árásin í morgun hafi verið yfirvofandi um nokkurt skeið. Það styttist í þingkosningar í Ísrael og frambjóðendur keppast við að lýsa því yfir að þeir vilji eyða Hamas. 27. desember 2008 15:30 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
120 látnir eftir loftárásir Ísraela Rúmlega 120 Palestínumenn eru látnir og yfir 200 særðir eftir að Ísraelar hófu röð loftárása á Gaza-ströndina í morgun. Tugum flugskeyta hefur verið skotið á skotmörk á svæðinu, þar á meðal lögreglustöð. Gaza-svæðið hefur verið á yfirráðasvæði Hamas-samtakanna frá í júní 2007. 27. desember 2008 10:47
Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, telur að Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela á Gazasvæðinu. Tala fallinna í loftárásum Ísraelshers á Gaza í dag fer stighækkandi og nú er talið að um tvö hundruð manns hafi fallið og á fjórða hundrað manns hafi særst. 27. desember 2008 17:08
Egyptar fordæma loftárásir Ísraela - 155 látnir Stjórnvöld í Kaíró fordæma loftárásir Ísraela í harðorði yfirlýsingu sem ríkisfréttastöðin Mena birti fyrir stundu. Egyptar telja að Ísraelar beri fulla ábyrgð á dauða yfir 155 Palestínumanna á Gaza-svæðinu í morgun. 27. desember 2008 13:18
Ingibjörg gagnrýnir Ísraela vegna loftárása á Gaza Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisràðherra, telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi. Þó að Ísrael standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um ad segja sig frá vopnahléi sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast, segir Ingibjörg í yfirlýsingu vegna atburða dagsins. 27. desember 2008 18:01
Fjöldamorð framin til að uppræta Hamas - 195 látnir Ísraelar fremja fjöldamorð á Palastínumönnum á Gaza-svæðinu til að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, að mati Sveins Rúnars Haukssonar formanns félagsins Ísland-Palestína. Hann segir að árásin í morgun hafi verið yfirvofandi um nokkurt skeið. Það styttist í þingkosningar í Ísrael og frambjóðendur keppast við að lýsa því yfir að þeir vilji eyða Hamas. 27. desember 2008 15:30