Sigur Rós æfir í Austurbæ 29. maí 2008 15:05 Sigur Rós við æfingar í dag. MYND/GVA Hljómsveitin Sigur Rós mun senda frá sér nýja plötu þann 23. júní næstkomandi og ber hún nafnið Með suð í eyrum við spilum endalaust. Nú þegar hefur sveitin sett eitt lag á heimasíðu sína handa almenningi til niðurhals en það er opnunarlag plötunnar, Gobbledigook. Sveitin er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir allsherjartónleikaferðalag um heiminn sem hefst í næstu viku í Guadalajara í Mexíkó. Af þeim sökum hefur sveitin tekið Austurbæ á leigu og æfir þar tónleikadagskrá sína. Undanfarið hafa síðan bæði innlendir og erlendir blaðamenn litið við í heimsókn. Er þetta í fyrsta sinn sem sveitin æfir sig hérlendis fyrir tónleikaferðalag af þessari stærðargráðu. Blaðamaður frá Vísi.is leit við á æfingu hjá hópnum í dag og var nóg um að vera. Sveitin hafði sér til aðstoðar fjölmarga aðstoðarmenn en einnig voru á staðnum strengjasveitin amiina og vegleg blásarasveit. Meðlimir Sigur Rósar sögðu að verið væri að undirbúa alla hljóðfæraleikarana og tæknimennina sem koma með þeim á tónleikaferðalagið því allt yrði að vera pottþétt áður en lagt væri í hann. Á æfingunni var oft slegið á létta strengi og greinlegt var að mikil samheldni er í hópnum. Nokkru púðri var þó eytt í að koma ýmsum smáatriðum á hreint og þurfti að margendurtaka suma lagabúta. Nú þegar hefur verið staðfest að tónleikaferðalagið muni standa út ágúst en meðlimir sveitarinnar þóttust þó vita að túrinn muni allavega standa út árið. Enn hefur ekkert verið staðfest varðandi tónleika hérlendis en Sigur Rósar menn eru fullvissir um að allavega einir stórir tónleikar verði hér á klakanum á árinu. „Þeir verða stórir og flottir en kannski litlir og sætir," útskýrði Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, fyrir utan Austurbæ í sólskininu í dag. Hægt er að sjá myndbandið við Gobbledigook og niðurhala laginu hér. Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós mun senda frá sér nýja plötu þann 23. júní næstkomandi og ber hún nafnið Með suð í eyrum við spilum endalaust. Nú þegar hefur sveitin sett eitt lag á heimasíðu sína handa almenningi til niðurhals en það er opnunarlag plötunnar, Gobbledigook. Sveitin er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir allsherjartónleikaferðalag um heiminn sem hefst í næstu viku í Guadalajara í Mexíkó. Af þeim sökum hefur sveitin tekið Austurbæ á leigu og æfir þar tónleikadagskrá sína. Undanfarið hafa síðan bæði innlendir og erlendir blaðamenn litið við í heimsókn. Er þetta í fyrsta sinn sem sveitin æfir sig hérlendis fyrir tónleikaferðalag af þessari stærðargráðu. Blaðamaður frá Vísi.is leit við á æfingu hjá hópnum í dag og var nóg um að vera. Sveitin hafði sér til aðstoðar fjölmarga aðstoðarmenn en einnig voru á staðnum strengjasveitin amiina og vegleg blásarasveit. Meðlimir Sigur Rósar sögðu að verið væri að undirbúa alla hljóðfæraleikarana og tæknimennina sem koma með þeim á tónleikaferðalagið því allt yrði að vera pottþétt áður en lagt væri í hann. Á æfingunni var oft slegið á létta strengi og greinlegt var að mikil samheldni er í hópnum. Nokkru púðri var þó eytt í að koma ýmsum smáatriðum á hreint og þurfti að margendurtaka suma lagabúta. Nú þegar hefur verið staðfest að tónleikaferðalagið muni standa út ágúst en meðlimir sveitarinnar þóttust þó vita að túrinn muni allavega standa út árið. Enn hefur ekkert verið staðfest varðandi tónleika hérlendis en Sigur Rósar menn eru fullvissir um að allavega einir stórir tónleikar verði hér á klakanum á árinu. „Þeir verða stórir og flottir en kannski litlir og sætir," útskýrði Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, fyrir utan Austurbæ í sólskininu í dag. Hægt er að sjá myndbandið við Gobbledigook og niðurhala laginu hér.
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira