Grindavík hafði betur í Árbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2008 19:00 Scott Ramsay átti stóran hlut í marki Grindavíkur í kvöld. Grindavík vann 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í lokaleik áttundu umferðar Landsbankadeildar karla með marki Alexanders Veigars Þórarinssonar. Markið skoraði hann eftir glæsilega rispu Scott Ramsay sem tætti í sig Fylkisvörnina. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að komast á Boltavaktina eða settu inn slóðina visir.is/boltavakt. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. Fylkismenn byrjuðu leikinn mjög varlega og leyfðu Grindvíkingum að halda boltanum. Í fyrstu gekk Grindvíkingum illa að sækja upp völlinn en þá tók Scott Ramsay til sinna mála. Hann lék tvo varnarmenn Fylkis afar grátt við endalínuna, gaf út í teiginn þar sem Andri Steinn Birgisson átti skot í stöng. Boltinn barst þá á hina stöngina þar sem Alexander Veigar Þórarinsson var mættur og skoraði af stuttu færi. Eftir þetta hættu Fylkismenn sér framar á völlinn og við það opnaðist leikurinn aðeins. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en helst bar skalli Ólafs Stígssonar eftir fyrirgjöf Jóhanns Þórhallssonar undir lok hálfleiksins. Ólafur var í fínu skallafæri en hitti boltann illa. Fylkismenn voru mun betri í síðari hálfleik en þeim fyrri og sóttu mikið. Grindvíkingar áttu aðeins örfáar marktilraunir og ætluðu greinilega að leggja ofurkapp á að verja forystuna. Það virtist ganga ágætlega þar sem Fylkismönnum gekk iðulega illa að klára sóknir sínar með almennilegri marktilraun. Bestu tilraunina átti Guðni Rúnar Helgason um miðbik hálfleikins er hann skaut í samskeytin á marki Grindavíkur beint úr aukaspyrnu. Bogi Rafn Einarsson fékk svo tækifæri til að gulltryggja sigur Grindvíkinga í lokin en skot hans úr mjög góðu færi fór framhjá. Úrslitin þýða að Fylkismenn hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð en Grindvíkingar hafa hins vegar unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum en bæði lið eru nú með níu stig. Grindavík er í níunda sæti deildarinnar eftir átta leiki og Fylkir í því tíunda eftir níu leiki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Grindavík vann 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í lokaleik áttundu umferðar Landsbankadeildar karla með marki Alexanders Veigars Þórarinssonar. Markið skoraði hann eftir glæsilega rispu Scott Ramsay sem tætti í sig Fylkisvörnina. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að komast á Boltavaktina eða settu inn slóðina visir.is/boltavakt. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. Fylkismenn byrjuðu leikinn mjög varlega og leyfðu Grindvíkingum að halda boltanum. Í fyrstu gekk Grindvíkingum illa að sækja upp völlinn en þá tók Scott Ramsay til sinna mála. Hann lék tvo varnarmenn Fylkis afar grátt við endalínuna, gaf út í teiginn þar sem Andri Steinn Birgisson átti skot í stöng. Boltinn barst þá á hina stöngina þar sem Alexander Veigar Þórarinsson var mættur og skoraði af stuttu færi. Eftir þetta hættu Fylkismenn sér framar á völlinn og við það opnaðist leikurinn aðeins. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en helst bar skalli Ólafs Stígssonar eftir fyrirgjöf Jóhanns Þórhallssonar undir lok hálfleiksins. Ólafur var í fínu skallafæri en hitti boltann illa. Fylkismenn voru mun betri í síðari hálfleik en þeim fyrri og sóttu mikið. Grindvíkingar áttu aðeins örfáar marktilraunir og ætluðu greinilega að leggja ofurkapp á að verja forystuna. Það virtist ganga ágætlega þar sem Fylkismönnum gekk iðulega illa að klára sóknir sínar með almennilegri marktilraun. Bestu tilraunina átti Guðni Rúnar Helgason um miðbik hálfleikins er hann skaut í samskeytin á marki Grindavíkur beint úr aukaspyrnu. Bogi Rafn Einarsson fékk svo tækifæri til að gulltryggja sigur Grindvíkinga í lokin en skot hans úr mjög góðu færi fór framhjá. Úrslitin þýða að Fylkismenn hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð en Grindvíkingar hafa hins vegar unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum en bæði lið eru nú með níu stig. Grindavík er í níunda sæti deildarinnar eftir átta leiki og Fylkir í því tíunda eftir níu leiki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira