Fótbolti

Ryan Babel ekki með Hollandi á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Babel fylgist með þeim Klaas Jan Huntelaar og Dirk Kuyt á æfingu hollenska landsliðsins á dögunum.
Ryan Babel fylgist með þeim Klaas Jan Huntelaar og Dirk Kuyt á æfingu hollenska landsliðsins á dögunum. Nordic Photos / AFP

Hollenska landsliðið í knattspyrnu varð fyrir áfalli í dag er Ryan Babel, leikmaður Liverpool, meiddist á æfingu landsliðsins í dag.

Babel meiddist á ökkla og getur ekki spilað með Hollendingum á EM vegna þessa. Hann reif liðbönd í ökklanum.

Hollenska knattspyrnusambandið er nú að skoða hvaða leikmann á að velja í hópinn í stað Babel.

Holland er í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Rúmeníu á EM sem hefst um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×