Lífið

Klæðist eins og Nick Cave í Kóreu

Árni Pétur Guðjónsson leikari og Karl Sigurðsson.
Árni Pétur Guðjónsson leikari og Karl Sigurðsson.
"Á sviðinu erum við allir klæddir eins og Nick Cave. Lúkkið okkar er byggt á hans lúkki. Mjög töffaralegt."

"Ég er að fara út til Kóreu á morgun að taka þátt í Woyzeck með Vesturporti," svarar Karl Sigurðsson meðlimur hljómsveitarinnar Baggalútur þegar Visir spyr hann frétta.

"Ég hef gert ýmislegt smálegt með hópnum en í Woyzeck er ég í átta manna hóp sem syngur og lætur illa á sviðinu þegar það á við. Þetta er eins konar klíka sem fylgir karakter Björns Hlyns í verkinu. Á sviðinu erum við allir klæddir eins og Nick Cave. Lúkkið okkar er byggt á hans lúkki. Mjög töffaralegt."

Baggalútur á sviði Smáralindar úrslitakvöldið fyrir Eurovision.

"Við munum vera með útvarpsþátt í sumar á Rás1 sem ber nafnið Betri stofan. Þar verðum við í rólegum gír síðasta hálftímann fyrir sjöfréttir á laugardögum og berum fram ýmsan fróðleik og fáum jafnvel áhugaverða gesti í heimsókn," segir Karl þegar talið berst að hljómsveitinni Baggalútur.

"Það eru allir jafnir í Baggalúti," segir Karl að lokum aðspurður um launaskiptingu á milli liðsmanna hljómsveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.