Athugasemd frá Þorsteini Siglaugssyni 5. nóvember 2008 16:21 Vegna fréttar Stöðvar 2 af ráðningu Þorsteins Siglaugssonar til ráðgjafarstarfa fyrir Reykjavík Energy Invest vill Þorsteinn koma eftirfarandi á framfæri: „Undanfarna mánuði hef ég, á vegum fyrirtækis míns, unnið að stefnumótunarverkefnum fyrir Reykjavík Energy Invest (REI) í umboði stjórnar og forstjóra félagsins. Með fréttaflutningi sínum þann 3. og 4. nóvember sl. vegur fréttastofa Stöðvar 2 gróflega að starfsheiðri mínum og orðspori fyrirtækis míns. Slíkt er erfitt að flokka öðruvísi en sem vísvitandi atvinnuróg. Nánar tiltekið birtist frétt á Stöð 2, mánudaginn 3. nóvember, þar sem tilraun var gerð til að gera störf mín fyrir REI tortryggileg. Voru efnisatriði fréttarinnar tvö. Annars vegar að ástæðan fyrir störfum mínum fyrir félagið væri sú að ég væri náinn vinur Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og stjórnarformanns REI. Hins vegar að sú stefnumótunarvinna sem ég hef unnið að með stjórninni undanfarna mánuði hefði engum niðurstöðum skilað. Bæði þessi efnisatriði eru röng. Ég kynntist Kjartani Magnússyni lauslega fyrir tæpum 20 árum þegar við vorum samtíða í Háskóla Íslands og hef stundum átt í samskiptum við hann eftir það, mjög stopult raunar. Eins og margir aðrir hef fylgst með störfum Kjartans í borgarstjórn mörg undanfarin ár og talið sjálfsagt að ljá honum stuðning í prófkjörum, rétt eins og öðrum álitlegum frambjóðendum. Því fer hins vegar fjarri að kunningsskap okkar megi flokka sem "nána vináttu og samstarf", eins og rakalaust er haldið fram í fréttinni, raunar þvert á orð Kjartans sjálfs. Að sjálfsögðu hef ég hins vegar átt talsvert samstarf við Kjartan undanfarna mánuði í tengslum við störf mín fyrir REI, rétt eins og aðra stjórnarmenn og starfsmenn REI og OR sem verkefninu tengjast. Óskað var eftir þjónustu fyrirtækis míns vegna þessa verkefnis samkvæmt samhljóða samþykkt í stjórn félagsins. Eftir því sem mér hefur skilist var meginástæða þess að leitað var til mín sú, að ég hef áður unnið að verkefnum tengdum orkuiðnaðinum, sérstaklega í tengslum við áhættu- og arðsemismat slíkra verkefna, en hef jafnframt engra hagsmuna að gæta gagnvart orkuiðnaðinum. Raunar hef ég ekki hikað við að setja fram og verja gagnrýna sýn á þau mál á opinberum vettvangi, án minnsta tillits til viðskiptalegra eða pólitískra hagsmuna. Hvað síðara atriðið varðar hefði fréttamanni Stöðvar 2 nægt að fletta upp fréttum sem birtust síðsumars af þeirri þverpólitísku sátt sem náðst hefur um framtíð REI og felst í því að stefnt skuli að stofnun opins fjárfestingasjóðs sem taki að sér að fjármagna verkefni félagsins. Sú sátt var afrakstur þeirrar umfangsmiklu vinnu sem unnin var á vettvangi stjórnarinnar í sumar með þátttöku fjölmargra aðila innan og utan fyrirtækisins. Við sem að verkinu komum höfum talið það mikilvægan áfanga að ná slíkri sátt um REI í ljósi þess samstöðuleysis sem áður ríkti um framtíð þess, og raunar verið nokkuð stolt af þeim árangri. Vissulega hafði það áhrif á starfsemi og fjármögnunarmöguleika REI, sér í lagi hér innanlands, þegar íslenska bankakerfið hrundi í byrjun síðasta mánaðar. Það breytir þó ekki því, að enn er unnið samkvæmt þeirri stefnu sem lokið var við að marka nú í haust og engin ástæða til að álykta að því máli muni ekki ljúka farsællega. Fyrirtæki mitt hefur frá stofnun unnið að margs konar ráðgjafarverkefnum fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Verkefni fyrir REI eru hluti af þessu starfi og unnin samkvæmt hóflegum taxta eða föstum samningum eins almennt gerist um þjónustu ráðgjafa, lögmanna, endurskoðenda og sambærilegra aðila. Nauðsynlegt er að þetta komi skýrt fram, þar sem í framhaldsfrétt þann 4. nóvember er ranglega gefið til kynna að um launagreiðslur sé að ræða. Ennfremur skal bent á, að þar sem REI hefur fáum starfsmönnum á að skipa reiðir fyrirtækið sig að miklu leyti á aðkeypta þjónustu. Ráðgjafarstörf mín fyrir REI nema litlu broti af því umfangi. Með því að gefa til kynna, þvert á staðreyndir, að það starf sem fyrirtæki mitt hefur unnið á vegum REI hafi verið tilgangslítið og árangurslaust, er vegið gróflega að starfsheiðri mínum og fyrirtækisins. Þess háttar áburður getur ekki talist annað en atvinnurógur af versta tagi, sem valdið getur verulegum fjárhagslegum skaða á þeim rekstri sem fyrirtækið hefur með höndum. Slík vinnubrögð ástundar enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega. REI vinnur nú að þróun áhugaverðra og arðbærra verkefna á erlendri grund. Orkuveita Reykjavíkur er, eðli málsins samkvæmt, merkisberi í þeirri starfsemi sem byggst hefur upp hér á undanförnum árum og snýr að því að selja erlendis þá miklu þekkingu og reynslu af virkjun jarðhita, sem hér er að finna. Þegar að kreppir í efnahagslífinu og framkvæmdum innanlands er slegið á frest er enn mikilvægara en áður að nýta þessa þekkingu til að skapa innlendum fyrirtækjum erlend verkefni og afla þannig gjaldeyris, með lágmarksáhættu, í samræmi við þá mörkuðu stefnu REI og Orkuveitunnar, sem full samstaða hefur náðst um. Það er von mín að ómerkileg og innihaldslaus æsifréttamennska fréttastofu Stöðvar 2 verði ekki til þess að skaða þetta mikilvæga viðfangsefni." Tengdar fréttir Náinn vinur Kjartans fær 1,2 milljónir í þóknun frá OR Náinn vinur og stuðningsmaður Kjartans Magnússonar, varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, fær 1,2 milljónir króna í þóknun á hverjum mánuði fyrir ráðgjafastörf sem hann innir af hendi fyrir Reykjavík Energy Invest. 3. nóvember 2008 18:30 Stjórnin einróma um ráðningu Þorsteins Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gær þar sem sagt var frá ráðgjafarstörfum Þorsteins Siglaugssonar fyrir REI. Hjörleifur bendir á að Þorsteinn hafi verið ráðinn af stjórn REI og að laun hans hafi verið í fullu samræmi við „það sem tíðkast á ráðgjafamarkaði.“ 4. nóvember 2008 11:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Vegna fréttar Stöðvar 2 af ráðningu Þorsteins Siglaugssonar til ráðgjafarstarfa fyrir Reykjavík Energy Invest vill Þorsteinn koma eftirfarandi á framfæri: „Undanfarna mánuði hef ég, á vegum fyrirtækis míns, unnið að stefnumótunarverkefnum fyrir Reykjavík Energy Invest (REI) í umboði stjórnar og forstjóra félagsins. Með fréttaflutningi sínum þann 3. og 4. nóvember sl. vegur fréttastofa Stöðvar 2 gróflega að starfsheiðri mínum og orðspori fyrirtækis míns. Slíkt er erfitt að flokka öðruvísi en sem vísvitandi atvinnuróg. Nánar tiltekið birtist frétt á Stöð 2, mánudaginn 3. nóvember, þar sem tilraun var gerð til að gera störf mín fyrir REI tortryggileg. Voru efnisatriði fréttarinnar tvö. Annars vegar að ástæðan fyrir störfum mínum fyrir félagið væri sú að ég væri náinn vinur Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og stjórnarformanns REI. Hins vegar að sú stefnumótunarvinna sem ég hef unnið að með stjórninni undanfarna mánuði hefði engum niðurstöðum skilað. Bæði þessi efnisatriði eru röng. Ég kynntist Kjartani Magnússyni lauslega fyrir tæpum 20 árum þegar við vorum samtíða í Háskóla Íslands og hef stundum átt í samskiptum við hann eftir það, mjög stopult raunar. Eins og margir aðrir hef fylgst með störfum Kjartans í borgarstjórn mörg undanfarin ár og talið sjálfsagt að ljá honum stuðning í prófkjörum, rétt eins og öðrum álitlegum frambjóðendum. Því fer hins vegar fjarri að kunningsskap okkar megi flokka sem "nána vináttu og samstarf", eins og rakalaust er haldið fram í fréttinni, raunar þvert á orð Kjartans sjálfs. Að sjálfsögðu hef ég hins vegar átt talsvert samstarf við Kjartan undanfarna mánuði í tengslum við störf mín fyrir REI, rétt eins og aðra stjórnarmenn og starfsmenn REI og OR sem verkefninu tengjast. Óskað var eftir þjónustu fyrirtækis míns vegna þessa verkefnis samkvæmt samhljóða samþykkt í stjórn félagsins. Eftir því sem mér hefur skilist var meginástæða þess að leitað var til mín sú, að ég hef áður unnið að verkefnum tengdum orkuiðnaðinum, sérstaklega í tengslum við áhættu- og arðsemismat slíkra verkefna, en hef jafnframt engra hagsmuna að gæta gagnvart orkuiðnaðinum. Raunar hef ég ekki hikað við að setja fram og verja gagnrýna sýn á þau mál á opinberum vettvangi, án minnsta tillits til viðskiptalegra eða pólitískra hagsmuna. Hvað síðara atriðið varðar hefði fréttamanni Stöðvar 2 nægt að fletta upp fréttum sem birtust síðsumars af þeirri þverpólitísku sátt sem náðst hefur um framtíð REI og felst í því að stefnt skuli að stofnun opins fjárfestingasjóðs sem taki að sér að fjármagna verkefni félagsins. Sú sátt var afrakstur þeirrar umfangsmiklu vinnu sem unnin var á vettvangi stjórnarinnar í sumar með þátttöku fjölmargra aðila innan og utan fyrirtækisins. Við sem að verkinu komum höfum talið það mikilvægan áfanga að ná slíkri sátt um REI í ljósi þess samstöðuleysis sem áður ríkti um framtíð þess, og raunar verið nokkuð stolt af þeim árangri. Vissulega hafði það áhrif á starfsemi og fjármögnunarmöguleika REI, sér í lagi hér innanlands, þegar íslenska bankakerfið hrundi í byrjun síðasta mánaðar. Það breytir þó ekki því, að enn er unnið samkvæmt þeirri stefnu sem lokið var við að marka nú í haust og engin ástæða til að álykta að því máli muni ekki ljúka farsællega. Fyrirtæki mitt hefur frá stofnun unnið að margs konar ráðgjafarverkefnum fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Verkefni fyrir REI eru hluti af þessu starfi og unnin samkvæmt hóflegum taxta eða föstum samningum eins almennt gerist um þjónustu ráðgjafa, lögmanna, endurskoðenda og sambærilegra aðila. Nauðsynlegt er að þetta komi skýrt fram, þar sem í framhaldsfrétt þann 4. nóvember er ranglega gefið til kynna að um launagreiðslur sé að ræða. Ennfremur skal bent á, að þar sem REI hefur fáum starfsmönnum á að skipa reiðir fyrirtækið sig að miklu leyti á aðkeypta þjónustu. Ráðgjafarstörf mín fyrir REI nema litlu broti af því umfangi. Með því að gefa til kynna, þvert á staðreyndir, að það starf sem fyrirtæki mitt hefur unnið á vegum REI hafi verið tilgangslítið og árangurslaust, er vegið gróflega að starfsheiðri mínum og fyrirtækisins. Þess háttar áburður getur ekki talist annað en atvinnurógur af versta tagi, sem valdið getur verulegum fjárhagslegum skaða á þeim rekstri sem fyrirtækið hefur með höndum. Slík vinnubrögð ástundar enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega. REI vinnur nú að þróun áhugaverðra og arðbærra verkefna á erlendri grund. Orkuveita Reykjavíkur er, eðli málsins samkvæmt, merkisberi í þeirri starfsemi sem byggst hefur upp hér á undanförnum árum og snýr að því að selja erlendis þá miklu þekkingu og reynslu af virkjun jarðhita, sem hér er að finna. Þegar að kreppir í efnahagslífinu og framkvæmdum innanlands er slegið á frest er enn mikilvægara en áður að nýta þessa þekkingu til að skapa innlendum fyrirtækjum erlend verkefni og afla þannig gjaldeyris, með lágmarksáhættu, í samræmi við þá mörkuðu stefnu REI og Orkuveitunnar, sem full samstaða hefur náðst um. Það er von mín að ómerkileg og innihaldslaus æsifréttamennska fréttastofu Stöðvar 2 verði ekki til þess að skaða þetta mikilvæga viðfangsefni."
Tengdar fréttir Náinn vinur Kjartans fær 1,2 milljónir í þóknun frá OR Náinn vinur og stuðningsmaður Kjartans Magnússonar, varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, fær 1,2 milljónir króna í þóknun á hverjum mánuði fyrir ráðgjafastörf sem hann innir af hendi fyrir Reykjavík Energy Invest. 3. nóvember 2008 18:30 Stjórnin einróma um ráðningu Þorsteins Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gær þar sem sagt var frá ráðgjafarstörfum Þorsteins Siglaugssonar fyrir REI. Hjörleifur bendir á að Þorsteinn hafi verið ráðinn af stjórn REI og að laun hans hafi verið í fullu samræmi við „það sem tíðkast á ráðgjafamarkaði.“ 4. nóvember 2008 11:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Náinn vinur Kjartans fær 1,2 milljónir í þóknun frá OR Náinn vinur og stuðningsmaður Kjartans Magnússonar, varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, fær 1,2 milljónir króna í þóknun á hverjum mánuði fyrir ráðgjafastörf sem hann innir af hendi fyrir Reykjavík Energy Invest. 3. nóvember 2008 18:30
Stjórnin einróma um ráðningu Þorsteins Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gær þar sem sagt var frá ráðgjafarstörfum Þorsteins Siglaugssonar fyrir REI. Hjörleifur bendir á að Þorsteinn hafi verið ráðinn af stjórn REI og að laun hans hafi verið í fullu samræmi við „það sem tíðkast á ráðgjafamarkaði.“ 4. nóvember 2008 11:58