Lífið

Sacha Cohen blekkti þrautreyndan Mossad-mann

Leikaranum Sacha Cohen, betur þekktur sem Borat, tókst að blekkja þrautreyndan fyrrum njósnara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad.

Cohen vinnur nú að kvikmynd um hinn samkynhneigða austurríska tískufréttamann Bruno. Í gerfi Bruno fékk hann viðtal við Mossad-manninn og umræðuefnið voru deilur og stríð Palestínumanna og Ísraela.

Það runnu víst tvær grímur á Mossad-manninn í miðju viðtalinu þegar Bruno tjáði honum að þetta stríð væru hreinir smámunir samanborið var slag þeirra Jennifer Aniston og Angelinu Jolie um ástir Brad Pitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.