Alcoa verður að meta orkuöflun líka 30. nóvember 2008 06:00 Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegan álvers við Bakka, með þeim skilyrðum að gerð verði grein fyrir orkuöflun vegna virkjunarinnar. Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og teljum hann staðfesta að við höfum unnið mjög góða matsáætlun,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru fullkomlega eðlilegar. Það er bara eðlilegt að í matinu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orkuöflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjármagna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslugetu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyrirtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þúsund tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 milljónum tonna og ónýtt framleiðslugeta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjarsýslu muni skila því sem nauðsynlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjárfestingu. Það geta falist sóknarfæri í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslenskum krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is ERNA INDRIÐADÓTTIRÁRNI FINNSSONBERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og teljum hann staðfesta að við höfum unnið mjög góða matsáætlun,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru fullkomlega eðlilegar. Það er bara eðlilegt að í matinu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orkuöflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjármagna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslugetu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyrirtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þúsund tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 milljónum tonna og ónýtt framleiðslugeta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjarsýslu muni skila því sem nauðsynlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjárfestingu. Það geta falist sóknarfæri í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslenskum krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is ERNA INDRIÐADÓTTIRÁRNI FINNSSONBERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira