Alcoa verður að meta orkuöflun líka 30. nóvember 2008 06:00 Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegan álvers við Bakka, með þeim skilyrðum að gerð verði grein fyrir orkuöflun vegna virkjunarinnar. Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og teljum hann staðfesta að við höfum unnið mjög góða matsáætlun,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru fullkomlega eðlilegar. Það er bara eðlilegt að í matinu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orkuöflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjármagna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslugetu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyrirtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þúsund tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 milljónum tonna og ónýtt framleiðslugeta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjarsýslu muni skila því sem nauðsynlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjárfestingu. Það geta falist sóknarfæri í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslenskum krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is ERNA INDRIÐADÓTTIRÁRNI FINNSSONBERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og teljum hann staðfesta að við höfum unnið mjög góða matsáætlun,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru fullkomlega eðlilegar. Það er bara eðlilegt að í matinu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orkuöflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjármagna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslugetu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyrirtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þúsund tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 milljónum tonna og ónýtt framleiðslugeta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjarsýslu muni skila því sem nauðsynlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjárfestingu. Það geta falist sóknarfæri í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslenskum krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is ERNA INDRIÐADÓTTIRÁRNI FINNSSONBERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira