Setið um plássin 30. nóvember 2008 05:00 Jón Páll Jakobsson „Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfaldast bara á síðustu tveimur mánuðum,“ segir Hákon Viðarsson, yfirmaður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. „Við auglýstum nýlega eftir tveimur vélstjórum og fengum á þriðja tug umsókna, auk þess hringdu fleiri í okkur en sendu ekki inn umsókn þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrðin.“ „Það er mikil ásókn í það að komast á sjó, ég fæ fyrirspurn á netinu á hverjum degi og eins er hringt í mig daglega,“ segir Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar. Hann segir að áður hafi verið mikil hreyfing á sjómönnum; margir hafi ráðið sig til skamms tíma. Þá hafi það stundum borið við að erfitt væri að manna skipin. „Þessar sveiflur eru alveg horfnar því nú sitja menn á sínum plássum og eru ekkert að láta þau laus.“ Þeir Guðni og Hákon segja að margir þeirra sem nú sækist eftir að komast á sjó séu menn úr byggingageiranum sem nú hafi misst vinnu sína eða sjái fram á óvissutíma í sínum atvinnumálum. Jón Páll Jakobsson sjómaður segir að margir norskir útgerðarmenn hugsi sér gott til glóðarinnar í þessu ástandi. „Þeir eru farnir að auglýsa eftir sjómönnum hér á landi enda kjósa þeir frekar íslenska sjómenn heldur en sjómenn frá gömlu austantjaldslöndunum sem hafa margir gengið í þessi störf meðan heimamenn hafi í auknum mæli horfið í olíugeirann,“ segir hann. Hann er sjálfur á leið til Noregs þar sem hann hefur ráðið sig sem vélstjóri á bát. „Ég náði mjög góðum samningum, þeir borga meira að segja farið út sem er ekki svo lítið.“ Hann segist vita af fjölda sjómanna sem íhugi nú að leita hófanna í Noregi. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims á Akureyri, og Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segja að eftirspurn eftir störfum við landvinnslu hafi einnig aukist síðustu tvo mánuði. Hákon hjá Síldarvinnslunni sagði þó að enn bæri á „fiskvinnslufælni“ Íslendinga eins og hann komst að orði. „Mig vantar til dæmis á nokkrar vaktir og það er eftir nógu að slægjast fyrir þá sem eru til í að leggja á sig mikla vinnu,“ segir hann. „Ég get sagt það óhikað að þeir launahæstu í vinnslunni hafi verið með um 500 þúsund í síðasta mánuði.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
„Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfaldast bara á síðustu tveimur mánuðum,“ segir Hákon Viðarsson, yfirmaður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. „Við auglýstum nýlega eftir tveimur vélstjórum og fengum á þriðja tug umsókna, auk þess hringdu fleiri í okkur en sendu ekki inn umsókn þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrðin.“ „Það er mikil ásókn í það að komast á sjó, ég fæ fyrirspurn á netinu á hverjum degi og eins er hringt í mig daglega,“ segir Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar. Hann segir að áður hafi verið mikil hreyfing á sjómönnum; margir hafi ráðið sig til skamms tíma. Þá hafi það stundum borið við að erfitt væri að manna skipin. „Þessar sveiflur eru alveg horfnar því nú sitja menn á sínum plássum og eru ekkert að láta þau laus.“ Þeir Guðni og Hákon segja að margir þeirra sem nú sækist eftir að komast á sjó séu menn úr byggingageiranum sem nú hafi misst vinnu sína eða sjái fram á óvissutíma í sínum atvinnumálum. Jón Páll Jakobsson sjómaður segir að margir norskir útgerðarmenn hugsi sér gott til glóðarinnar í þessu ástandi. „Þeir eru farnir að auglýsa eftir sjómönnum hér á landi enda kjósa þeir frekar íslenska sjómenn heldur en sjómenn frá gömlu austantjaldslöndunum sem hafa margir gengið í þessi störf meðan heimamenn hafi í auknum mæli horfið í olíugeirann,“ segir hann. Hann er sjálfur á leið til Noregs þar sem hann hefur ráðið sig sem vélstjóri á bát. „Ég náði mjög góðum samningum, þeir borga meira að segja farið út sem er ekki svo lítið.“ Hann segist vita af fjölda sjómanna sem íhugi nú að leita hófanna í Noregi. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims á Akureyri, og Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segja að eftirspurn eftir störfum við landvinnslu hafi einnig aukist síðustu tvo mánuði. Hákon hjá Síldarvinnslunni sagði þó að enn bæri á „fiskvinnslufælni“ Íslendinga eins og hann komst að orði. „Mig vantar til dæmis á nokkrar vaktir og það er eftir nógu að slægjast fyrir þá sem eru til í að leggja á sig mikla vinnu,“ segir hann. „Ég get sagt það óhikað að þeir launahæstu í vinnslunni hafi verið með um 500 þúsund í síðasta mánuði.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira