Íslenski boltinn

Breiðablik vann FH

Elvar Geir Magnússon skrifar

Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann glæsilegan 4-1 sigur á FH í Landsbankadeildinni í kvöld. Prince Rajcomar skoraði tvö fyrstu mörk Breiðabliks.

Blikar höfðu 2-0 forystu í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik fékk FH vítaspyrnu og úr henni skoraði Tryggvi Guðmundsson.

Nenad Petrovic kom síðan Blikum aftur í tveggja marka forskot. Seint í leiknum innsiglaði Arnar Grétarsson sigur Breiðabliks þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Prince Rajcomar.

Úrslit leiksins því 4-1 fyrir Breiðablik sem er komið með ellefu stig. FH-ingar eru í öðru sæti með sextán stig, tveimur stigum á eftir Keflavík sem situr á toppi deildarinnar.

Fylgst var með leikjum kvöldsins á Boltavaktinni. Miðstöð Boltavaktarinnar má finna á visir.is/boltavakt.

Fjölnir - Fram 0-1 (Leik lokið)

Breiðablik - FH 4-1 (Leik lokið)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×