Fótbolti

Spilar á EM eftir nýrnaígræðslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivan Klasnic, leikmaður Werder Bremen og landsliðsmaður Króatíu.
Ivan Klasnic, leikmaður Werder Bremen og landsliðsmaður Króatíu. Nordic Photos / Bongarts
Króatinn Ivan Klasnic verður fyrsti knattspyrnumaðurinn sem tekur þátt á stórmóti í knattsyrnu eftir að hafa gengist undir nýrnaígræðslu.

„Ég gekk í gegnum kvöl og pínu," sagði Klasnic. „Það er guðsgjöf að geta spilað fótbolta á nýjan leik - algjör bónus."

Klasnic er fæddur í Þýskalandi og lék síðast með Werder Bremen en hann er á leið frá félaginu, líklegast til Rangers í Skotlandi.

Í janúar í fyrra varð Klasnic fyrir nýrnabilun og fór í ígræðsluna skömmu síðar. Móðir hans gaf honum annað nýrað sitt en líkami Klasnic hafnaði því. Nokkrum mánuðum síðar gekkst hann undir aðra aðgerð þar sem nýrað var fjarlægt og hann fékk nýra frá föður sínum.

Klasnic hitti læknana sem framkvæmdu aðgerðirnar fyrir stuttu og þeir sögðu að hann væri við fullkomna heilsu.

Níu mánuðum eftir aðgerðina spilaði hann á ný í þýsku úrvalsdeildinni.

„Það var draumi líkast en ég lagði hart að mér til að geta spilað aftur. Ég þaggaði í öllum efasemdarmönnum og vil ég sýna öðrum hvað er hægt að gera með viljanum einum."

Klasnic leikur með sérstaka hlíf sem gerð er úr trefjagleri. Án hennar gæti það reynst lífshættulegt ef hann fær högg á versta stað.

„Það er viss áhætta fólgin í því að spila," sagði Jürgen Klempnauer, læknirinn sem framkvæmdr aðgerðirnar. „En lífið er svo sem ekki áhættulaust."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×