Enski boltinn

Ferguson: Gott að geta hvílt lykilmenn

Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson var ánægður með sína menn í dag þegar liðið vann fyrirhafnarlítinn sigur á Fulham á útivelli 3-0. Ferguson hvíldi nokkra lykilmenn í leiknum.

"Þetta var góður sigur við nokkuð erfiðar aðstæður en það var gott að geta hvílt menn eins og Rooney og Ronaldo fyrir mjög mikilvægan leik gegn Lyon í vikunni. Þeir sem komu inn í dag spiluðu mjög vel og nýttu tækifæri sín," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×