Enski boltinn

Chelsea á siglingu á Upton Park

Lampard skoraði úr víti en lét svo reka sig af velli gegn gömlu félögunum
Lampard skoraði úr víti en lét svo reka sig af velli gegn gömlu félögunum Nordic Photos / Getty Images

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sjö sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er yfir 3-0 á útivelli gegn West Ham, Arsenal er undir 2-0 gegn Aston Villa á heimavelli og Manchester United hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Fulham.

Chelsea var í miklu stuði í fyrri hálfleiknum gegn West Ham og þar skoruðu þeir Frank Lampard, Joe Cole og Michael Ballack fyrir Chelsea, en Lampard var síðan rekinn af leikvelli skömmu fyrir hlé.

Owen Hargreaves skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Manchester United þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Fulham og Ji-Sung Park bætti við öðru markinu rétt fyrir hlé. United liðið hvílir nokkra lykilmenn í dag og þar á meðal er Cristiano Ronaldo á bekknum.

Arsenal hefur verið í nokkrum vandræðum með fríska Aston Villa menn á heimavelli sínum, en það var reyndar Philippe Senderos sem varð fyrir því óláni að koma Villa yfir með sjálfsmarki.

Tottenham er undir 1-0 gegn Birmingham þar sem hinn finnski Mikael Forssell kom heimamönnum yfir snemma leiks.

Ekkert mark er komið í leikjum Derby-Sunderland, Middlesbrough-Reading og Newcastle-Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×