Íslenski boltinn

KSÍ styður Ólaf Ragnarsson

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Ragnarsson.
Ólafur Ragnarsson.

Dómarinn Ólafur Ragnarsson var mikið í umræðunni eftir að hann dæmdi leik Keflavíkur og ÍA í Landsbankadeildinni. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, gagnrýndi Ólaf harðlega í viðtölum eftir leik.

Á vefsíðu KSÍ má finna eftirfarandi tilkynningu frá dómaranefnd sambandsins:

Af gefnu tilefni vill KSÍ koma eftirfarandi á framfæri: Ólafur Ragnarsson dómari sem dæmdi leik Keflavíkur og ÍA þann 25. maí sl. stóðst öll þau próf, bæði fræðileg og líkamleg, sem sett eru fyrir dómara í efstu deild.

Enginn dómari fær heimild til þess að dæma í efstu deild nema standast próf sem lögð eru fyrir þá og eru í samræmi við kröfur FIFA. Eftir að Ólafur lauk þrekprófi hefur hann dæmt skv. þeirri niðurröðun leikja sem lögð var fram í upphafi móts utan tveggja leikja í Landsbankadeild karla og 1. deild karla en þá var Ólafur lítillega meiddur.

Dómaranefnd KSÍ vill jafnframt koma því á framfæri að hún telur að ákvarðanir Ólafs í umræddum leik um áminningar og brottvísun hafi verið réttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×