Innlent

Samhjálp opnar nytjamarkað

Heiðar Guðnason, framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Heiðar Guðnason, framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Rekstur Samhjálpar hefur þyngst mikið undanfarið. ,,Til viðbótar svo við þyngri rekstur hefur ásókn í úrræði okkar aukist til mikilla muna en sem dæmi má nefna að í lok september höfðum við ekki getað veitt innlögn 600 einstaklingum í Hlaðgerðarkot sem er sami fjöldi og allt árið 2007," segir í tilkynningu Samhjálpar.

Samhjálp rekur meðal annars kaffistofu utangarðsfólks og meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot opnar í dag nytjamarkaðinn Allt milli himins og jarðar.

Hugmyndin að nytjamarkaðnum vaknaði fyrir nokkrum árum. ,,Það var svo í vor að hugmyndin fékk byr undir báða vængi og farið var að vinna að hugmyndinni af fullum þunga," segir í tilkynningu.

Samhjálp hvetur þá sem ætla taka til í bílskúrnum eða geymslunni á næstunni og ætla að losa sig við hluti að koma með þá í nytjamarkaðinn. ,,Við þiggjum allt á milli himins og jarðar."

Nytjamarkaðurinn er staðsettur í Stangarhyl 3 og verður opinn á milli klukkan 13 og 18 á þriðjudögum til laugardags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×