Erlent

Hundruð þúsunda án rafmagns í Bandaríkjunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Starfsmenn orkuveitu gera við raflínur sem slitnuðu í óveðrinu.
Starfsmenn orkuveitu gera við raflínur sem slitnuðu í óveðrinu. MYND/Getty Images

Um 400.000 manns eru án rafmagns í norðausturhluta Bandaríkjanna eftir helkulda og vonskuveður sem geisað hefur í nær heila viku. Massachusetts- og New Hampshire-ríki hafa orðið verst úti og þegar útlitið var sem dekkst var rafmagnslaust hjá einni milljón íbúa á svæðinu.

Maður sem búið hefur í New Hampshire í 26 ár segist ekki muna annað eins ástand. Rafmagnsveitur á svæðinu vinna nú hörðum höndum að því að gera kerfi sín gangfær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×