Innlent

Árásin á áfangaheimilinu ekki einsdæmi

Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík.
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík.
„Það er ljóst að atvik af því tagi sem hér er vitnað til hafa og munu koma upp hvort sem um er að ræða á heimilum fatlaðra eða annars staðar," segir Þór Þórarinsson skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu. Eins og fram kom í fjölmiðlum í vikunni réðst vistmaður á áfangaheimili svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík á forstöðumann heimilisins og stakk hann þrisvar með hnífi. Forstöðumaðurinn slasaðist ekki alvarlega.

„Slíkir atburðir eru mikið áfall fyrir alla viðkomandi. Því er afar dýrmætt að til staðar séu verklagsreglur sem tryggja að rétt og fagmannlega sé að verki staðið í öllum viðbrögðum," segir Þór, og bætir við að ljóst sé að í þessu tilviki hafi verið farið eftir gildandi reglum um viðbrögð.

Þór segir að ráðuneytinu hafi verið greint frá árásinni strax morguninn eftir að hún varð. Í kjölfarið hafi starfsmenn ráðuneytisins og Svæðisskrifstofunnar farið yfir starfsreglur og hvaða aðstoð stæði geranda og þolanda til boða. Hann segir ríka áherslu lagða á að öryggismálum á heimilum fatlaðra sé þannig háttað að líkur á atburðum sem þessum séu í lágmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×