Enski boltinn

Hughes í skýjunum með Robinho

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robinho fagnar marki sínu fyrir City gegn Chelsea.
Robinho fagnar marki sínu fyrir City gegn Chelsea.

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, er í skýjunum með þau áhrif sem hinn brasilíski Robinho hefur haft á liðið. Robinho sýndi sparihliðarnar þegar City vann 6-0 sigur á Portsmouth í gær.

„Robinho býr yfir magnaðri tækni og þá er hann einnig mjög vinnusamur og býr yfir miklum leikskilningi," sagði Hughes um Robinho sem keyptur var á 32,5 milljónir punda frá Real Madrid á lokadegi félagaskiptagluggans.

„Ákvarðanir hans eru frábærar og hann er þegar farinn að sýna að það var rétt hjá félaginu að kaupa hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×