Innlent

Ingibjörg í aðra en minni aðgerð í dag

MYND/Stöð 2

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gengst undir aðgerð á Landsspítalanum í dag.

Aðgerðin var fyrirhuguð og er mun minni en sú sem hún gekkst undir í New York 29. september síðastliðinn eftir því sem segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Ekki er ljóst hversu mikið ráðherra verður frá vinnu vegna þessa.

Eins og kunnugt er greindist Ingibjörg með góðkynja mein í höfði þegar hún var stödd úti í New York á dögunum. Ingibjörg hefur verið nokkuð frá vinnu vegna þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×