Innlent

Sjávarútvegsráðherra: Tilhæfulausar ásakanir

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Segir ásakanir tilhæfulausar.
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Segir ásakanir tilhæfulausar.
"Hér er verið að bera mig sökum sem eru tilhæfulausar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Vísir greindi frá óánægju heimamanna í Kaldrananeshreppi með úthlutun styrks vegna mótvægisaðgerða til tveggja manna sem eru veiðifélagar Einars.

"Ég kom ekki nálægt þessari úthlutun og skipti mér ekkert af þessu," segir Einar. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Styrkjuum var úthlutað af Orkuráði til jarðhitaleitar.

Tveir menn sem búa á Höfuðborgarsvæðinu en eiga jörð í Hveravík, Gunnar Jóhannsson hrefnuveiðimaður og Magnús H. Magnússon rafvirki, fengu átta milljónir í styrk. Helmingi hærri styrk en Kaldarneshreppur sem jörðin er hluti af.

Gunnar og Magnús er þekktir veiðifélagar sjávarútvegsráðherra auk þess sem aðstoðarmaður ráðherra er tilvonandi tengdasonur Gunnars. Vegna þess sögðu heimamenn í samtali við Vísi að úthlutunin lyktaði pólítískum vinaböndum.

"Það er rétt að ég þekki þá vel en eftir 20 ára afskipti af stjórnmálum á Vestfjörðum þá þekkir maður mjög marga. Meðal annars stjórnarformann Strandagaldurs sem vitnað er til í fréttinni og gagnrýnir þessa úthlutun. Ég vil bara hafa það alveg skýrt. Þessi úthlutun var ekki á mínu borði."

Tengdar fréttir

Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk

Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.