Hagar sektaðir fyrir undirboð í verðstríði 20. desember 2008 03:00 Verðstríðið milli lágvöruverslananna gekk langt og náði hámarki þegar mjólkurvörur fengust nánast gefins í búðunum. Bónus tapaði 700 milljónum á stríðinu. MYND/Fréttablaðið / Valli Samkeppniseftirlitið (SE) hefur lagt 315 milljóna króna stjórnvaldssekt á Haga, sem meðal annars reka verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni í verðstríði lágvöruverslana árið 2005. Sektin er sú hæsta sem um getur fyrir þess konar brot. Málið snýst um verðstríð sem hófst í lok febrúar árið 2005 þegar Krónan, í eigu Kaupáss, kynnti allt að fjórðungs verðlækkun á algengustu dagvörum. Bónus lýsti því í kjölfarið yfir að þeir myndu „verja vígi sitt“ og standa við þá stefnu að bjóða ávallt lægsta verðið. Verðstríðið vatt mjög upp á sig og á tímabili voru mjólkurvörur til dæmis seldar fyrir nánast ekki neitt til að laða fólk í verslanir. Nettó tók einnig þátt í stríðinu. Í áliti SE segir að í ljósi þess að Hagar hafi um sextíu prósenta hlutdeild á dagvörumarkaði teljist fyrirtækið í markaðsráðandi stöðu. Það hafi síðan misnotað þá stöðu sína með ólögmætri undirverðlagningu. Finnur Árnason, forstjóri Haga, kom meðal annars fram í fjölmiðlum og sagði tap þeirra af verðstríðinu um 700 milljónir króna. SE segir að með þessu hafi Hagar fest það orðspor í sessi að engum muni líðast til frambúðar að bjóða upp á vörur á lægra verði en gengur og gerist í Bónus. Sú hegðun sé til þess fallin að veikja samkeppni fremur en hitt. Segir í úrskurðinum að í ljósi þess að brotið sé alvarlegt og til þess fallið að valda almenningi og atvinnulífinu miklu samkeppnislegu tjóni sé 315 milljóna króna sekt viðeigandi. Finnur Árnason, forstjóri Haga segir engan hafa orðið fyrir skaða af því að Bónus seldi ódýrar vörur. „Viðskiptavinir njóta þess og ég held að enginn hafi skaðast nema þá fyrirtækið sjálft.“ Hann segir rétt að halda því til haga að upphaflega hafi rannsóknin farið af stað „að kröfu ýmissa aðila þar sem átti að rannsaka háa verðlagninu í matvöruverslun.“ Hún hafi hins vegar snúist upp í það að nú eigi að sekta fyrir undirverðlagningu. Þá sé rétt að geta þess að Hagar hafi ekki átt frumkvæðið að verðstríðinu. Þá hafnar Finnur því að Hagar séu markaðsráðandi. Samkvæmt lögum eigi markaðsráðandi aðili að geta starfað án þess að taka tillit til keppinauta og viðskiptavina. „Og það er algjörlega af og frá að við getum það,“ segir hann. Finnur segir niðurstöðunni verða áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, og enn lengra ef þörf krefur. Hann segist bjartsýnn á að úrskurðinum fáist hnekkt. „Ég hef trú á því. Í mínum huga er hann algjörlega galinn.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) hefur lagt 315 milljóna króna stjórnvaldssekt á Haga, sem meðal annars reka verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni í verðstríði lágvöruverslana árið 2005. Sektin er sú hæsta sem um getur fyrir þess konar brot. Málið snýst um verðstríð sem hófst í lok febrúar árið 2005 þegar Krónan, í eigu Kaupáss, kynnti allt að fjórðungs verðlækkun á algengustu dagvörum. Bónus lýsti því í kjölfarið yfir að þeir myndu „verja vígi sitt“ og standa við þá stefnu að bjóða ávallt lægsta verðið. Verðstríðið vatt mjög upp á sig og á tímabili voru mjólkurvörur til dæmis seldar fyrir nánast ekki neitt til að laða fólk í verslanir. Nettó tók einnig þátt í stríðinu. Í áliti SE segir að í ljósi þess að Hagar hafi um sextíu prósenta hlutdeild á dagvörumarkaði teljist fyrirtækið í markaðsráðandi stöðu. Það hafi síðan misnotað þá stöðu sína með ólögmætri undirverðlagningu. Finnur Árnason, forstjóri Haga, kom meðal annars fram í fjölmiðlum og sagði tap þeirra af verðstríðinu um 700 milljónir króna. SE segir að með þessu hafi Hagar fest það orðspor í sessi að engum muni líðast til frambúðar að bjóða upp á vörur á lægra verði en gengur og gerist í Bónus. Sú hegðun sé til þess fallin að veikja samkeppni fremur en hitt. Segir í úrskurðinum að í ljósi þess að brotið sé alvarlegt og til þess fallið að valda almenningi og atvinnulífinu miklu samkeppnislegu tjóni sé 315 milljóna króna sekt viðeigandi. Finnur Árnason, forstjóri Haga segir engan hafa orðið fyrir skaða af því að Bónus seldi ódýrar vörur. „Viðskiptavinir njóta þess og ég held að enginn hafi skaðast nema þá fyrirtækið sjálft.“ Hann segir rétt að halda því til haga að upphaflega hafi rannsóknin farið af stað „að kröfu ýmissa aðila þar sem átti að rannsaka háa verðlagninu í matvöruverslun.“ Hún hafi hins vegar snúist upp í það að nú eigi að sekta fyrir undirverðlagningu. Þá sé rétt að geta þess að Hagar hafi ekki átt frumkvæðið að verðstríðinu. Þá hafnar Finnur því að Hagar séu markaðsráðandi. Samkvæmt lögum eigi markaðsráðandi aðili að geta starfað án þess að taka tillit til keppinauta og viðskiptavina. „Og það er algjörlega af og frá að við getum það,“ segir hann. Finnur segir niðurstöðunni verða áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, og enn lengra ef þörf krefur. Hann segist bjartsýnn á að úrskurðinum fáist hnekkt. „Ég hef trú á því. Í mínum huga er hann algjörlega galinn.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira