Hagar sektaðir fyrir undirboð í verðstríði 20. desember 2008 03:00 Verðstríðið milli lágvöruverslananna gekk langt og náði hámarki þegar mjólkurvörur fengust nánast gefins í búðunum. Bónus tapaði 700 milljónum á stríðinu. MYND/Fréttablaðið / Valli Samkeppniseftirlitið (SE) hefur lagt 315 milljóna króna stjórnvaldssekt á Haga, sem meðal annars reka verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni í verðstríði lágvöruverslana árið 2005. Sektin er sú hæsta sem um getur fyrir þess konar brot. Málið snýst um verðstríð sem hófst í lok febrúar árið 2005 þegar Krónan, í eigu Kaupáss, kynnti allt að fjórðungs verðlækkun á algengustu dagvörum. Bónus lýsti því í kjölfarið yfir að þeir myndu „verja vígi sitt“ og standa við þá stefnu að bjóða ávallt lægsta verðið. Verðstríðið vatt mjög upp á sig og á tímabili voru mjólkurvörur til dæmis seldar fyrir nánast ekki neitt til að laða fólk í verslanir. Nettó tók einnig þátt í stríðinu. Í áliti SE segir að í ljósi þess að Hagar hafi um sextíu prósenta hlutdeild á dagvörumarkaði teljist fyrirtækið í markaðsráðandi stöðu. Það hafi síðan misnotað þá stöðu sína með ólögmætri undirverðlagningu. Finnur Árnason, forstjóri Haga, kom meðal annars fram í fjölmiðlum og sagði tap þeirra af verðstríðinu um 700 milljónir króna. SE segir að með þessu hafi Hagar fest það orðspor í sessi að engum muni líðast til frambúðar að bjóða upp á vörur á lægra verði en gengur og gerist í Bónus. Sú hegðun sé til þess fallin að veikja samkeppni fremur en hitt. Segir í úrskurðinum að í ljósi þess að brotið sé alvarlegt og til þess fallið að valda almenningi og atvinnulífinu miklu samkeppnislegu tjóni sé 315 milljóna króna sekt viðeigandi. Finnur Árnason, forstjóri Haga segir engan hafa orðið fyrir skaða af því að Bónus seldi ódýrar vörur. „Viðskiptavinir njóta þess og ég held að enginn hafi skaðast nema þá fyrirtækið sjálft.“ Hann segir rétt að halda því til haga að upphaflega hafi rannsóknin farið af stað „að kröfu ýmissa aðila þar sem átti að rannsaka háa verðlagninu í matvöruverslun.“ Hún hafi hins vegar snúist upp í það að nú eigi að sekta fyrir undirverðlagningu. Þá sé rétt að geta þess að Hagar hafi ekki átt frumkvæðið að verðstríðinu. Þá hafnar Finnur því að Hagar séu markaðsráðandi. Samkvæmt lögum eigi markaðsráðandi aðili að geta starfað án þess að taka tillit til keppinauta og viðskiptavina. „Og það er algjörlega af og frá að við getum það,“ segir hann. Finnur segir niðurstöðunni verða áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, og enn lengra ef þörf krefur. Hann segist bjartsýnn á að úrskurðinum fáist hnekkt. „Ég hef trú á því. Í mínum huga er hann algjörlega galinn.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) hefur lagt 315 milljóna króna stjórnvaldssekt á Haga, sem meðal annars reka verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni í verðstríði lágvöruverslana árið 2005. Sektin er sú hæsta sem um getur fyrir þess konar brot. Málið snýst um verðstríð sem hófst í lok febrúar árið 2005 þegar Krónan, í eigu Kaupáss, kynnti allt að fjórðungs verðlækkun á algengustu dagvörum. Bónus lýsti því í kjölfarið yfir að þeir myndu „verja vígi sitt“ og standa við þá stefnu að bjóða ávallt lægsta verðið. Verðstríðið vatt mjög upp á sig og á tímabili voru mjólkurvörur til dæmis seldar fyrir nánast ekki neitt til að laða fólk í verslanir. Nettó tók einnig þátt í stríðinu. Í áliti SE segir að í ljósi þess að Hagar hafi um sextíu prósenta hlutdeild á dagvörumarkaði teljist fyrirtækið í markaðsráðandi stöðu. Það hafi síðan misnotað þá stöðu sína með ólögmætri undirverðlagningu. Finnur Árnason, forstjóri Haga, kom meðal annars fram í fjölmiðlum og sagði tap þeirra af verðstríðinu um 700 milljónir króna. SE segir að með þessu hafi Hagar fest það orðspor í sessi að engum muni líðast til frambúðar að bjóða upp á vörur á lægra verði en gengur og gerist í Bónus. Sú hegðun sé til þess fallin að veikja samkeppni fremur en hitt. Segir í úrskurðinum að í ljósi þess að brotið sé alvarlegt og til þess fallið að valda almenningi og atvinnulífinu miklu samkeppnislegu tjóni sé 315 milljóna króna sekt viðeigandi. Finnur Árnason, forstjóri Haga segir engan hafa orðið fyrir skaða af því að Bónus seldi ódýrar vörur. „Viðskiptavinir njóta þess og ég held að enginn hafi skaðast nema þá fyrirtækið sjálft.“ Hann segir rétt að halda því til haga að upphaflega hafi rannsóknin farið af stað „að kröfu ýmissa aðila þar sem átti að rannsaka háa verðlagninu í matvöruverslun.“ Hún hafi hins vegar snúist upp í það að nú eigi að sekta fyrir undirverðlagningu. Þá sé rétt að geta þess að Hagar hafi ekki átt frumkvæðið að verðstríðinu. Þá hafnar Finnur því að Hagar séu markaðsráðandi. Samkvæmt lögum eigi markaðsráðandi aðili að geta starfað án þess að taka tillit til keppinauta og viðskiptavina. „Og það er algjörlega af og frá að við getum það,“ segir hann. Finnur segir niðurstöðunni verða áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, og enn lengra ef þörf krefur. Hann segist bjartsýnn á að úrskurðinum fáist hnekkt. „Ég hef trú á því. Í mínum huga er hann algjörlega galinn.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira