Innlent

Hvassviðri og snjókoma á Vestfjörðum

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Hvassviðri hefur verið á Vestfjörðum í nótt og nokkuð snjóaði á norðanverðum fjörðunum. Þar er farið að draga í skafla og er verið að ryðja helstu götur á Ísafirði.

Ekki er talin hætta á snjóflóðum en það verður metið nánar í birtingu. Þá er slæmt ferðaveður á norðaustanverðu landinu. Spáð er hvassviðri á öllum miðum umhverfis landið og hafa skip og bátar verið að sigla í land í alla nótt. Ekki er vitað um nein óhöpp. Vegagerðin varar við að snarpar vindhviður geti orðið með morgninum á Kjalarnesi og í Staðarsveit á Snæfellsnesi og Veðurstofan spáir hvassri norðanátt um allt land í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×