Innlent

Skortir konur í utanríkisþjónustuna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

Það er of mikið af sendiherrum í eldri kantinum starfandi í utanríkisþjónustunni. Yngra fólk þarf að fá aukin framgang þar. Auk þess þarf að fjölga konum. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum við upphaf Alþingis í morgun.

Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Ingibjörgu Sólrúnu harðlega fyrir ráðningu hennar á Kristínu Árnadóttur í starf sendiherra. Benti hann á að Kristín væri náin pólitísk samverkakona utanríkisráðherrans og talaði um einkavinavæðingu í ráðuneytinu.

Ráðherrann benti á að Kristín Árnadóttir hefði verið skipuð skristofustjóri á skrifstofu yfirstjórnar. Hún hefði fengið titilinn sendiherra sem slík. Ingibjörg sagði að hún hefði talið mikilvægt að þetta embætti yrði til, bæði þar sem ráðherra og ráðuneytisstjórinn í ráðuneytinu hefðu átt við veikindi að stríða og höfðu talið að það þyrfti að styrkja yfirstjórnina við þær aðstæður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×