Innlent

Aðgerðir Breta gegn Landsbanka ræddar á Evrópuþinginu

Aðgerðir breskra stjórnvalda gegn Landsbankanum í Bretlandi verða teknar til umræðu hjá Evrópuráðsþinginu. Í tilkynningu frá Alþingi segirað á á fundi framkvæmdastjórnar Evrópuráðsþingsins í dag hafi verið samþykkt beiðni þingmannasendinefndar Íslands um að taka til umræðu á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins, sem fer fram á morgun, aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart íslenskum bönkum þar í landi og tilheyrandi yfirlýsingar breskra ráðamanna í fjölmiðlum."

Beiðnin var lögð fram í nafni bæði aðal- og varamanna sem eiga sæti í sendinefnd Alþingis á Evrópuráðsþinginu en flutningsmaður beiðninnar var Steingrímur J. Sigfússon sem situr fundinn í Madríd fyrir hönd Alþingis.

„Beiting hryðjuverkalöggjafar Bretlands í tilviki Landsbankans og aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart Kaupþingi verða teknar til umræðu í ljósi afleiðinga þeirra aðgerða fyrir íslenska fjármálakerfið, fyrirtæki og hagkerfið í heild. Þá verður athyglinni sérstaklega beint að hugsanlegri misbeitingu bresku hryðjuverkalaganna og þess slæma fordæmisgildis sem af beitingu slíkra laga getur almennt hlotist þegar gripið er til þeirra í öðrum tilvikum en þeim þar sem raunverulega er um að ræða baráttuna gegn hryðjuverkum."

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.