Lífið

Selfyssingar allir brúnir með strípur

Eigendur 800 bar á Selfossi. Eiður Birgisson (til vinstri) og Árni Steinarsson.
Eigendur 800 bar á Selfossi. Eiður Birgisson (til vinstri) og Árni Steinarsson.

Fimmhundruð fermetra skemmtistaðurinn 800 bar á Selfossi hefur loksins fengið öll tilskilin leyfi til veitingareksturs. Vísir hafði samband við Eið Birgisson annan eiganda staðarins sem opnaði síðustu helgi.

"Við erum komnir með öll leyfin. Stemningin um helgina var svo mikil að það er verið að negla þakið aftur á húsið í dag," segir Eiður.

"Fólk hefur ekki skemmt svo sér svona vel á Selfossi síðan að Gjáin var og hét."

Merzedes Club.

Cerez 4 ánægður með Selfyssinga

"Já Selfyssingar eru alvöru. Þeir eru með allt á hreinu. Þeir kunna að skemmta sér," segir Cerez 4 forsöngvari í Merzedes Club aðspurður um hans reynslu af Selfyssingum og skemmtanahaldi.

"Það er talað um hnakkatown eða hnakkistan. Þeir rúla. Á Selfossi eru allir brúnir með strípur," segir Ceres 4.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.