Íslenski boltinn

Hver skoraði besta markið í fyrstu umferðinni?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Keflavíkur fagna einu fimm marka sinna gegn  Val um helgina.
Leikmenn Keflavíkur fagna einu fimm marka sinna gegn Val um helgina. Víkurfréttir/Þorgils

Nú er hægt að kjósa á Vísi á milli fimm tilnefndra marka um besta markið í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla með því að smella hér eða slá inn eftirfarandi slóð:

www.visir.is/bestumorkin 

Alls voru 24 mörk skoruð í fyrstu umferðinni og því úr vöndu að velja. En mörkin fimm sem valin voru í þetta sinn eru hvert öðru glæsilegra. Eitt var skorað með skalla, tvö með vinstri fóti og tvö með hægri fóti.

Mörkin fimm komu úr þremur leikjum. Tvö úr markaleik Keflavíkur og Vals þar sem átta mörk voru skoruð, tvö úr leik KR og Grindavíkur og eitt úr leik Fylkis og Fram.

Kosið verður um besta markið að lokinni hverri umferð og birtast fimm ný mörk að morgni fyrsta virka dags eftir að nýrri umferð lýkur.

Önnur umferð Landsbankadeildarinnar hefst með leik Vals og Grindavíkur á Laugardalsvelli annað kvöld en lýkur með fimm leikjum á fimmtudagskvöldið. Á föstudagsmorgun verður hægt að kjósa á milli fimm nýja marka.

Tilkynnt verður svo um besta mark hverrar umferðar í þættinum Landsbankadeildarmörkin á Stöð 2 Sporti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×