Enski boltinn

Viduka líklega frá í hálft ár til viðbótar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Viduka fagnar marki með Newcastle.
Mark Viduka fagnar marki með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Mark Viduka hefur ferðast til Ástralíu þar sem hann mun fara í myndatöku vegna meiðsla á hásin sem hefur gert það að verkum að hann hefur ekki getað spilað síðan í maí.

Viduka meiddist undir lok síðasta tímabils og var vonast til þess að ekki væri þörf á aðgerð. Hins vegar er ljóst að ástand hans hefur lítið batnað og var því ákveðið að leita álits annars læknis.

Joe Kinnear, starfandi knattspyrnustjóri Newcastle, staðfesti þetta við enska fjölmiðla.

Ef hann þarf að gangast undir aðgerð er ljóst að hann verður frá næstu sex mánuðina.

Á síðasta keppnistímabili kom hann við sögu í 21 leik með Newcastle og skoraði í þeim sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×