Enski boltinn

Gascoigne laus af spítalanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Gascoigne.
Paul Gascoigne. Nordic Photos / Getty Images

Paul Gascoigne hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem honum hefur verið haldið með vísun í geðverndarlög Breta.

Gascoigne var handtekinn eftir að nokkur atvik komu upp með skömmu millibili á tveimur hótelum í Newcastle. Talið er að hann hafi verið að ógna því að svipta sig lífi.

Hann hlaut viðeigandi aðstoð á sjúkrahúsinu og hefur nú verið leyft að halda til síns heima.

Gascoigne hefur mátt glíma við áfengis- og fíkniefnavanda undanfarin ár en hann er þó óumdeilanlega einn besti knattspyrnumaður sem Bretar hafa alið af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×