Enski boltinn

McCartney frá í tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
George McCartney í leik með Sunderland.
George McCartney í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

George McCartney, leikmaður Sunderland, verður frá næstu 6-8 vikurnar eftir að hann gekkst undir aðgerð í dag.

Framkvæma þurfti aðgerð á báðum fótum vegna taugaskemmda sem hafa þegar ollið því að hann hefur ekkert getað spilað í einn mánuð.

Hann gæti orðið klár í slaginn fyrir landsleik Norður-Írlands gegn San Marínó þann 11. febrúar næstkomandi.

McCartney gekk í raðir Sunderland frá West Ham í byrjun september en hann var einnig á mála hjá liðinu árin 1998 til 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×