Innlent

Samskip og Starfsmennt fengu Starfsmenntaverðlaunin

Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, tekur við viðurkenningunni úr hendi forseta Íslands.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, tekur við viðurkenningunni úr hendi forseta Íslands.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í dag Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs.

Í flokki fyrirtækja hlaut Samskip hf. verðlaunin fyrir metnaðarfullt og fjölbreytt fræðslustarf fyrir starfsfólk sitt.

Fræðslusetrið Starfsmennt hlaut verðlaunin í flokki skóla og fræðsluaðila fyrir verkefnið Járnsíða, sem unnið var í samvinnu við Sýslumannafélag Íslands.

„Starfsmenntaverðlaunin eru okkur hjá Samskipum sannarlega hvatning til áframhaldandi góðra starfa og þökkum við þennan mikla heiður," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa.

Bára Mjöll Ágústsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar Samskipa, Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa.

Ásbjörn segir ríka áherslu lagða á það hjá Samskipum að fræðsluferlið sé virkt út um allt fyrirtækið og að það nái til fræðslu allra starfsmanna. Starfsmenntun verði þannig hluti af framtíðaráætlunum starfsmanna því þeir fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni í núverandi starfi og afla sér þekkingar á nýjum sviðum.

„Við leggjum áherslu á að starfsmenn þróist í starfi enda er það forsenda þess að fyrirtækið geti haldið áfram að stækka og styrkjast. Starfsfólkið þarf að vera vel að sér og skilja hvernig best er að framkvæma hlutina og taka ákvarðanir sem byggðar eru á faglegum skilningi á viðskiptavinum fyrirtækisins og þörfum þeirra."




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×