Innlent

Framsóknarmenn í Reykjavík átelja aðgerðaleysi ríkisstjórnar

MYND/Pjetur

Kjördæmaþing framsóknarmanna í Reykjavík átelur harðlega ríkisstjórn Íslands fyrir aðgerða- og ábyrgðarleysi nú á ögurstundu í efnahagslífi þjóðarinnar.

Það sé alls óásættanlegt að íslenska þjóðin búi við stjórnvöld sem margítrekað komi fram fyrir alþjóð ósamstíga og ráðvillt. Í ályktun til fjölmiðla kemur enn fremur fram að flokkurinn hafi margsinnis á liðnum mánuðum vakið athygli á ýmsum hættumerkjum, lagt fram raunhæfar tillögur í efnahagsmálum og boðið fram krafta sína en því miður talað fyrir daufum eyrum ríkisstjórnarinnar.

„Á tímum sem þessum skiptir hver dagur miklu fyrir framtíð íslensks samfélags og brýnna en nokkru sinni fyrr að valdhafar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og gangi til verks af ábyrgð, fumleysi og með heill þjóðarinnar og ókominna kynslóða að leiðarljósi. Annað lýsir ekki ábyrgri stjórnun - annað er ekki raunhæfur valkostur!" segir í ályktuninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×