Innlent

Vill upplýsingar um þá sem hafa orðið fyrir óþægindum erlendis

MYND/GVA

Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem óskað er eftir staðfestum upplýsingum um að Íslendingar hafi orðið fyrir óþægindum eða ósanngjarnri meðferð erlendis vegna ástands efnahagsmála.

Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að fá upplýsingar frá fyrstu hendi og eru viðkomandi hvattir til að senda tölvupóst á netfangið borgarathjonusta@utn.stjr.is um tilgreind atvik. Ráðuneytið hyggst safna saman upplýsingum um atvik af þessu tagi til þess að hægt sé að fá skýra mynd af þeim vandamálum sem að almenningi steðja erlendis í beinum tengslum við núverandi aðstæður og bregðast við eftir atvikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×