Joorabchian: West Ham gerði mistök í tíð Eggerts og Curbishley 4. september 2008 11:56 NordicPhotos/GettyImages Umboðsmaðurinn Kia Joorabchian sem gegnir stöðu ráðgjafa hjá West Ham, segir að Alan Curbishley geti að hluta til kennt sjálfum sér um það að hann sé hættur störfum hjá félaginu. Curbishley bar við trúnaðarbresti þegar hann sagði starfi sínu lausu hjá West Ham í gær og sagði stjórn félagsins hafa tekið fram fyrir hendurnar á sér í leikmannamálum. Joorabchian segir að Curbishley geti sjálfum sér um kennt að hluta til og segir hann og Eggert Magnússon hafa gert mistök í leikmannamálum. "Stjórn West Ham lét leikmannamálin í hendurnar á manni sem hún hélt að væri starfi sínu vaxin og eftir það fóru hlutirnir úr böndunum," sagði Joorabchian í samtali við BBC. Hann segir að West Ham hafi einfaldlega orðið að selja leikmenn vegna launakostnaðar sem hafi farið úr böndunum eftir að það keypti leikmenn á borð við Freddie Ljungberg, Kieron Dyer og Craig Bellamy, en þessir leikmenn gátu lítið spilað vegna þrálátra meiðsla. Joorabchian vill meina að þetta skrifist á Alan Curbishley og Eggert Magnússon, en sagt er að launakostnaður hjá félaginu hafi farið upp í tæpar 50 milljónir punda á síðasta ári. "Curbishley hafði mikið með það að gera þegar félagið keypti menn eins og Luis Boa Morte, Nigel Quashie, Dyer og Ljungberg. Ég held að stjórnin hafi gert sér grein fyrir því að flest þessi mistök voru gerð í tíð Eggerts Magnússonar. Það er kannski ekki beint þeim Eggerti og Curbishley að kenna, en ég hugsa að þessi kaup og þessi launakostnaður hafi ekki verið í takt við hugmyndir félagsins um að drífa klúbbinn áfram," sagði Joorabchian. Joorabchian telur að hjá West Ham hafi einfaldlega verið of margir dýrir leikmenn og á of háum launum, sem ekki gátu komið að notum vegna meiðsla. "Fyrst verða menn að losa sig við eitthvað af þessum leikmönnum til að losa um launagreiðslur svo þeir geti farið að kaupa leikmenn á ný. Mér finnst dapurlegt hvað hefur gerst hjá West Ham á síðasta ári," bætti Joorabchian við. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Umboðsmaðurinn Kia Joorabchian sem gegnir stöðu ráðgjafa hjá West Ham, segir að Alan Curbishley geti að hluta til kennt sjálfum sér um það að hann sé hættur störfum hjá félaginu. Curbishley bar við trúnaðarbresti þegar hann sagði starfi sínu lausu hjá West Ham í gær og sagði stjórn félagsins hafa tekið fram fyrir hendurnar á sér í leikmannamálum. Joorabchian segir að Curbishley geti sjálfum sér um kennt að hluta til og segir hann og Eggert Magnússon hafa gert mistök í leikmannamálum. "Stjórn West Ham lét leikmannamálin í hendurnar á manni sem hún hélt að væri starfi sínu vaxin og eftir það fóru hlutirnir úr böndunum," sagði Joorabchian í samtali við BBC. Hann segir að West Ham hafi einfaldlega orðið að selja leikmenn vegna launakostnaðar sem hafi farið úr böndunum eftir að það keypti leikmenn á borð við Freddie Ljungberg, Kieron Dyer og Craig Bellamy, en þessir leikmenn gátu lítið spilað vegna þrálátra meiðsla. Joorabchian vill meina að þetta skrifist á Alan Curbishley og Eggert Magnússon, en sagt er að launakostnaður hjá félaginu hafi farið upp í tæpar 50 milljónir punda á síðasta ári. "Curbishley hafði mikið með það að gera þegar félagið keypti menn eins og Luis Boa Morte, Nigel Quashie, Dyer og Ljungberg. Ég held að stjórnin hafi gert sér grein fyrir því að flest þessi mistök voru gerð í tíð Eggerts Magnússonar. Það er kannski ekki beint þeim Eggerti og Curbishley að kenna, en ég hugsa að þessi kaup og þessi launakostnaður hafi ekki verið í takt við hugmyndir félagsins um að drífa klúbbinn áfram," sagði Joorabchian. Joorabchian telur að hjá West Ham hafi einfaldlega verið of margir dýrir leikmenn og á of háum launum, sem ekki gátu komið að notum vegna meiðsla. "Fyrst verða menn að losa sig við eitthvað af þessum leikmönnum til að losa um launagreiðslur svo þeir geti farið að kaupa leikmenn á ný. Mér finnst dapurlegt hvað hefur gerst hjá West Ham á síðasta ári," bætti Joorabchian við.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira