Fótbolti

Flamini í franska hópinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Flamini er nýgenginn í raðir AC Milan frá Arsenal.
Flamini er nýgenginn í raðir AC Milan frá Arsenal.

Miðjumaðurinn Mathieu Flamini hefur verið kallaður upp í franska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið. Ástæðan er sú að óvissa ríkir um þátttöku fyrirliðans Patrick Vieira sem á við meiðsli að stríða.

Franska liðið er nú í æfingabúðum og mun Flamini koma í þær seinna í dag. Vieira hefur ekki spilað í tveimur síðustu æfingaleikjum Frakklands, gegn Ekvador og Paragvæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×