Lífið

Idolstjarna býður draumadísinni á stefnumót

David Cook sigurvegarinn í bandarísku Idol-stjörnuleitinni er samkvæmt vefritinu People byrjaður að hitta söngkonuna Kimberly Caldwell sem komst í 12 manna úrslitin í ameríska Idolinu árið 2006.

Kimberly í tímaritinu Maxim.

Cook hefur ekki haldið aftur af sér á opinberum vettvangi þegar kemur að áhuga hans á söngkonunni sem hefur meðal annars unnið sér til frægðar að vera eini Idol keppandinn þar í landi sem hefur setið fyrir fáklædd í tímaritinu Maxim.

 

"Hún er æðisleg. Hingað til hef ég skemmt mér stórvel með henni," sagði David Cook í skýjunum eftir fyrsta stefnumótið þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.