Enski boltinn

Wenger sér eftir Flamini

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mathieu Flamini fagnar marki með Emmanuel Adebayor.
Mathieu Flamini fagnar marki með Emmanuel Adebayor. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sér eftir því að Mathieu Flamini fari frá liðinu til AC Milan í sumar.

Enskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Flamini hafi hafnað tilboði frá Arsenal sem hefði tryggt honum 55 þúsund pund í vikulaun.

Í síðustu viku var sagt frá því að AC Milan væri reiðubúið að borga Flamini 144 þúsund pund í vikulaun en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við liðið á mánudaginn. Samningur Flamini við Arsenal rennur út í lok leiktíðarinnar.

„(Launin) sköpuðu vandamál en við náðum aldrei stjórn á þessu máli varðandi Flamini," sagði Wenger. „Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með að hann ákvað að fara en hann hafði allan lagalegan rétt til þess."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×