Innlent

Tveimur bjargað um borð í Sólborgina

Mönnunum tveimur sem lentu í því að eldur kom upp í bát þeirra, Mávanesinu, var bjargað um borð í Sólborgina og eru þeir á leið til hafnar í Reykjavík. Að sögn Ólafar Snæhólm sakaði mennina ekki og var þyrlu Lanhelgisgæslunnar snúið við.

Mávanesið er hinsvegar sokkið.

Óljóst er hvað olli því að eldur kom upp í bátnum en veður á slysstaðnum mun hafa verið gott. Búist er við mönnunum til hafnar eftir um það bil tvo klukkutíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×