Innlent

Skilyrði IMF ekki óaðgengileg - Þjóðarframleiðslan mun hrapa

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti fyrir aðstoð væru ekki óaðgengileg.

Hann sagði enn fremur við fréttamenn að verið væri að vinna spá um horfur í búskap þjóðarinnar. Það væri erfitt því það væru margar getsakir. Það lægi þó fyrir að þjóðarframleiðslan myndi hrapa og að halli á ríkissjóði yrði mun meiri en búist hefði verið við. Þá væri óvissa um verðbólgu en hún myndi ráðast af því hversu fljótt gengið myndi ganga til baka. Auk þess væri útlit fyrir að atvinnuleysi myndi því miður aukast. Það væri verið að skoða þessa mynd í heild sinni.

Forsætisráðherra vildi ekki viðurkenna að viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gengju hægar en eðlilegt væri en sagðist vongóður um að ná samkomulagi. Benti hann á að bæði ríkisstjórnin og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þyrftu að fá samþykki fyrir aðgerðunum frá sínu baklandi. Hann var ekki reiðubúinn að ræða skilyrði sjóðsins en sagðist bjartsýnn á að niðurstaða fengist sem gæti hjálpað okkur að komast út úr þeim vanda sem við værum að glíma við.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×