Innlent

Samkomulag við IMF í dag eða á morgun

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að samkomulag náist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við Íslendinga síðar í dag eða á morgun. Þetta sagði hann eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum.

Björgvin sagði enn fremur að skilmálar sjóðsins væru ekki óyfirstíganlegir en sagðist ekki getað greint frá þeim því það var brot á trúnaði. Þá sagði hann að hugsanlegt lán frá Rússum ekki inni í pakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur væri það á hendi Seðlabankans.

Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sögðu eftir ríkisstjórnarfundinn að hægt væri að sætta sig við skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Aðspurð hvort biðin eftir því að ná samkomulagi væri ekki of löng sagði Ingibjörg: „Jú, auðvitað hefði maður viljað sjá þetta ganga hraðar fyrir sig."

Þá benti Ingibjörg enn fremur á að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri aðgöngumiði að því að fá lán úr fleiri áttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×