Innlent

Snjóflóð lokaði vegi fyrir norðan

Vegurinn á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur lokaðist undir morgun vegna snjóflóðs.

Þegar vegagerðarmaður á stórum vörubíl með snjótönn var að hreinsa veginn í morgun ók hann fram á flóðið sem er svo þykkt eða djúpt, að hann réði ekki við það á bílnum og kallað eftir hjólaskóflu, sem mokaði sig í gegnum flóðið þannig að vegurinn er aftur orðinn fær.-








Fleiri fréttir

Sjá meira


×