Innlent

Jafnréttisþingi frestað vegna kreppunnar

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta Jafnréttisþingi, sem halda átti þann 7. nóvember, fram í janúar á næsta ári.

Í tilkynningu á vef Jafnréttisstofu kemur fram ráðuneytinu þyki ólíklegt að jafnréttisþingið nái markmiðum sínum í því óvissuástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar þar sem fjölmargir þeirra sem ráðuneytið vilji virkja þar til umræðu séu bundnir við að ráða fram úr aðkallandi úrlausnarefnum sem tengjast þeim aðstæðum sem ríkja á fjármálamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×