Innlent

Tveir í viðbót í varðhald vegna árásar á lögregluþjóna

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo menn til viðbótar í gæsluvarðhald vegna árásar á tvo lögreglumenn í Hraunbæ um helgina. Ákveðið verður á morgun hvort farið verði fram á varðhald yfir þeim þriðja sem handtekinn var í gær.

Átta menn voru handteknir um helgina í tengslum við árásina og fjórir þeirra voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þrír til viðbótar voru handteknir í gær og fór lögregla fram á varðhald yfir tveimur þeirra í dag. Það gildir til mánudags.

Fram kom í Fréttablaðinu í dag að árásarmennirnir væru úr þekktu gengi Filippseyinga sem hefði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldismála. Sumir þessara manna eru íslenskir ríkisborgarar, aðrir ekki. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri.

Fram hefur komið í fréttum að lögregla hafi verið að sinna útkalli vegna hávaða þegar ráðist var á hana og þurftu lögreglumennirnir að leita aðhlynningar eftir árás gengisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×