Enski boltinn

Alonso: Getum ekki alltaf treyst á heppnina

Elvar Geir Magnússon skrifar

Xabi Alonso, miðjumaður Liverpool, varar við því að lukkan verði ekki alltaf með liðinu. Nánast allt hefur fallið með Liverpool á leiktíðinni og liðið náð að tryggja sér sigur undir lokin í fjórgang.

Alonso segir að ekki sé hægt að búast við því að liðið haldi áfram að bjarga sér á síðustu stundu.

„Við erum ekki að ná að stjórna leikjunum frá upphafi og því erum við að þjást meira en við ættum að gera," sagði Alonso.

„Auðvitað er mikilvægast af öllu að stigin komi í hús en við verðum að bæta okkar leik ef við viljum forðast vandræði. Við verðum að vera gagnrýnir á okkur sjálfa og vilja bæta okkur. Við verðum að fara að stýra leikjum því við munum ekki alltaf getað treyst á að heppnin verði með okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×