Innlent

Um eitt prósent ökumanna ók of hratt í Hvalfjarðargöngum

MYND/Pjetur

Einungis 1,2 prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöngin á fjórum sólarhringum óku of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar.

Vöktun stóð yfir frá fimmtudegi til mánudags og fóru um tíu þúsund ökutæki um göngin á þeim tíma. 118 þeirra reyndust aka of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 83 kílómetrar á klukkustund en þarna er 70 km hámarkshraði. Fjórir óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 107.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×