Lífið

Síðustu nöfnin staðfest á Hróarskeldu

The Ting Tings frá Bretlandi.
The Ting Tings frá Bretlandi.

Hróarskelda, ein stærsta tónlistarhátíð Evrópu, hefst eftir rúma viku en í dag bætti hátíðin við þremur nöfnum á listann yfir listamennina sem koma fram í ár.

Ef þessum þremur nýju gestum Hróarskeldu ber helst að nefna dúettinn The Ting Tings frá Bretlandi en hljómsveitin hefur verið að gera allt vitlaust víða um heim með ofursmellnum That's Not My Name. Hin tvö nöfnin sem bættust við í dag eru síðan annars vegar nafn poppdívunnar Robyn frá Svíþjóð og hins vegar svar Kúbu við Rolling Stones, Juan Formell Y Los Van Van.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.