Fótbolti

Donadoni framlengir við Ítali

AFP

Ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að það hefði framlengt samning landsliðsþjálfarans Roberto Donadoni fram yfir HM árið 2010. Donadoni náði munnlegu samkomulagi við sambandið fyrir nokkrum dögum en hefur nú undirritað samninginn.

Ítalir eiga fyrsta leik sinn á EM gegn Hollendingum eftir fimm daga, en orðrómur hafði verið á kreiki á Ítalíu undanfarna daga að Carlo Ancelotti myndi taka við landsliðinu eftir EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×