Innlent

Ósáttur við að lesa um uppsagnirnar í Fréttablaðinu

„Ég er afskaplega ósáttur við það að ég og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins höfum þurft að lesa um uppsagnir og niðurskurð í Fréttablaðinu," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, trúnaðarmaður starfsmanna á Fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Fréttablaðið greindi frá því að ný rekstraráæltun Ríkisútvarpsins verði kynnt í dag. Í henni felist rekstrarniðurskurður um 550 milljónir króna og að þrjátíu starfsmönnum verði sagt upp. Heiðar Örn gagnrýnir harðlega að starfsfólk hafi ekki verið upplýst um málið áður en það barst öðrum fjölmiðlum. „Mér finnst að stjórnendur Ríkisútvarpsins ættu að sjá sóma sinn í að biðja starfsfólk afsökunar á því," segir hann.

Heiðar Örn segir að um svo virðist vera sem um sé að ræða flatan niðurskurð á allar deildir. „En þar sem að rekstrarkostnaður á Fréttastofu er tiltölulega mikið fólginn í launakostnaði að þá er hátt hlutfall uppsagna hjá okkur," segir Heiðar Örn. Hann bendir þó á að rekstur fréttastofunnar sé nokkuð víðfeðm. Undir hana heyri svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins, íþróttafréttir og ýmiss dagskrárgerð.

Heiðar Örn segir að ekki sé búið að tilkynna öllum starfsmönnum um uppsagnir en stjórnendur RÚV séu að kalla þá inn til sín. Útvarpsstjóri mun svo funda með starfsmönnum Ríkisútvarpsins klukkan eitt í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×