Lífið

Garðar Thór olli vonbrigðum á fyrstu tónleikum sínum í Bandaríkjunum

Garðar Thór Cortes.
Garðar Thór Cortes.

Íslenski tenórinn Garðar Thór Cortes kom fram á sínum fyrstu tónleikum í Bandaríkjunum í síðustu viku. Tónleikarnir voru hluti af Newport tónlistarhátíðinni á Rhode Island.

Stærsta dagblað fylkisins, The Providence Journal, birtir á heimasíðu sinni dóm um tónleika Garðars og fer gagnrýnandi blaðsins ekki fögrum orðum um frammistöðu Íslendingsins.

Í umfjölluninni er sagt að Garðar hafi breytt töluvert fyrirhugaðri söngdagskrá sinni, við litla lukku gagnrýnandans. Á Garðar að hafa tekið út nokkrar þekktar söngaríur fyrir til dæmis íslensk þjóðlög og lög Johnny Mercers.

Þótti Garðar sýna lítil tilþrif og ekki standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Segir jafnframt í umfjölluninni að aðstandendur tónleikana hafi afsakað sig fyrir hönd Garðars og sagt hann glíma við einhvers konar veikindi.

Lesa má dóm The Providence Journal með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.