Erlent

Ætla ekki að bera jólin uppi með kreditkortunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi verða í kælingu hjá mörgum Bandaríkjamanninum í desember.
Þessi verða í kælingu hjá mörgum Bandaríkjamanninum í desember.

Jólaverslunin í Bandaríkjunum verður í ríkari mæli borin uppi af reiðufé fremur en kreditkortum í ár.

Þetta kemur fram í könnun samtaka smásölukaupmanna í Bandaríkjunum. Þar kemur fram að 41,5 prósent neytenda hyggist nota peninga sem ekki séu fengnir að láni, það er debetkortin eða annars konar inneignarkort, en 22,8 prósent ætla að grípa til seðla einna og nota engin kort.

Þetta sýnir samdrátt í kreditkortanotkun síðan um síðustu jól sem ber því glöggt vitni að veislan sé búin hjá Bandaríkjamönnum eins og svo mörgum öðrum þjóðum og kominn sé tími til að hafa kauphegðunina þannig að feitur kreditkortareikningur komi ekki inn um lúguna í lok janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×